Aðalfundur félagsins Vinir Kópavogs (VK) verður haldinn fimmtudaginn 27. apríl kl. 17:00 í fundarsal íþróttahússins í Smáranum.

Hefðbundin aðalfundastörf eru að sjálfsögðu á dagskrá auk þess sem kjósa þarf stjórn félagsins. Lög félagsins má finna hér.

Dagskrá fundarins

17:00 Formaður setur fundinn og fundarstjóri og ritari kosnir

17:05 Anna María Bogadóttir, arkitekt og fulltrúi fyrirtækisins Arkís arkitektar fjalla um hvers vegna og hvernig má endurnýta gamlar byggingar við endurnýjun bæja.

17:45 Hefðbundin aðalfundarstörf

18:30 Bæjarfulltrúar Vina Kópavogs sitja fyrir svörum

19:00 Fundarlok

Stjórn VK skipa nú þau Fríða Garðarsdóttir, Jóhann Már Sigurbjörnsson, María Játvarðardóttir, Ólafur Björnsson, formaður, og Tryggvi Felixson.

Frá aðalfundi vina kópavogs

Aðalfundur Vina Kópavogs var haldinn í Smáranum 9.nóvember sl.

Eftir fundinn er stjórn félagsins skipuð þeim Jóhanni Má Sigurbjörnssyni, Fríðu Garðarsdóttur, Maríu Játvarðsdóttur, Ólafur Björnssyni og Tryggva Felixsyni. Fjárhagur félagsins er í jafnvægi. Ólafur er formaður félagsins.

Auk hefðbundinna aðalfundastarf flutti Dr. Páll Líndal, doktor í umhverfissálfræði erindi un áhrif manngerðs umhverfis og húsnæðis á vellíðan og heilsu. „Skipulag á að aðlagast fólki“, sagði Páll, „en fólk á ekki að aðlaga sig skipulagi“. Niðurstöður rannsókna á því hvernig skipulag og húsnæði hefur áhrif á velsæld eiga að vera ráðandi við gerð skipulags, en ekki eftirspurn eftir húsnæði og fjárfestar. Páll tilgreindi ýmsar aðferðir til að bæta vinnu við skipulag með því að beita aðferðum umhverfissálarfræðinnar. Það þarf að gera strax á undirbúningsstigi skipulags að mati Páls.

Bæjarfulltrúar félagsins, þau Helga Jónsdóttir og Kolbeinn Reginsson lýst reynslu sinni af starfinu í bæjarstjórn undanfarna mánuði. Þar kom m.a. fram ákveðinn doði hafi einkennt starf meirihlutans og skortur á framtaki, með góðum undantekningum þó.  Erfitt er að koma á málefnalegri umræðu í bæjarstjórn þar sem fulltrúar meirihlutans bregðast ekki við í umræðu um mál sem bæjarfulltrúar VK taka upp. Þá markast starfið af því að margir bæjarfulltrúar búa ekki að reynslu af setu í sveitarstjórn. Enn er stórt bil á milli orða og athafna í skipulagsmálum. Ljósi punkturinn er að nýlega var samþykkt að gera hverfisáætlanir á Kársnesi og Digranesi þar sem lögð verður áhersla á íbúalýðræði og markvisst samráð.

SKOÐA FUNDAGERÐ

Aðalfundur Vina Kópavogs

Verður haldinn í Smáranum 9. nóvember 2022 og hefst kl. 17:15.

Dagskrá:

 • Kosning fundarstjóra og ritara.
 • Skýrsla stjórnar.
 • Ársreikningar félagsins kynntir og bornir upp til samþykktar.
 • “Umhverfi og sálarheill“. Dr. Páll Líndal, doktor í umhverfissálfræði flytur erindi.
 • Stjórnarkjör.
 • Lagabreytingar og tillaga um félagsgjöld.
  • Tillaga um kosningu 2ja varamanna í stjórn.
  • Tillaga stjórnar um félagsgjöld:
   • 2000 kr. fyrir einstakling.
   • 3000 kr. fyrir hjón og sambýlisfólk.
 • Bæjarmálin frá sjónarhóli bæjarfulltrúa Vina Kópavogs.
 • Önnur mál.

Vinir Kópavogs

Til félaga í Vini Kópavogs

Við náðum árangri í kosningunum, en hvað svo?


Á undraskömmum tíma tókst að koma saman framboðslista með fjölbreyttum hópi hæfileikaríkra einstaklinga með reynslu og þekkingu á öllum sviðum sveitarstjórnarmála, eldhugar með ólíkan bakgrunn.  Með lágmarks fjármagn var lagt upp í fjöruga og skemmtilega kosningabaráttu með skýrar áherslur á íbúalýðræði, raunverulegt samráð og skipulag sem styður við heilbrigðan lífsstíl og lýðheilsu og sem stendur vörð um náttúruperlur og útivistarsvæði. Framboðið kallaði á bætta stjórnsýslu og bæjarstjóra allra Kópavogsbúa sem valin yrði á faglegum forsendum, því brýn nauðsyn kallar á umtalsverðar umbætur á stjórnsýslu bæjarins.

Starfið og elja frambjóðenda með Helgu Jónsdóttur í fararbroddi bar árangur.  Fleiri en 2.500 Kópavogsbúar treystu Vinum Kópavogs til að koma framangreindum sjónarmiðum á framfæri og framboðið fékk næst flest atkvæði og tvö sæti af ellefu í bæjarstjórn.

Skilaboðin frá kjördegi eru skýr. Stór hópur Kópavogsbúa telur að bæta þurfi vinnubrögð og stjórnsýslu, efla íbúalýðræði og endurskoða aðalskipulag bæjarfélagsins.

Nú þarf að leita leiða til koma áherslumálunum framboðsins í uppbyggilegan farveg í stjórn bæjarfélagsins.

Við í stjórninni höfum átt gott samtal við efstu menn á lista um næstu skref. Við sækjumst eftir að komast til áhrifa í góðu samstarfi við alla þá sem taka undir málflutning Vina Kópavogs, hvar í flokki sem þeir standa að öðru leyti. Á næstu dögum munum við vera í sambandi við önnur framboð sem náðu árangri í kosningunum og leita leiða til víðtæks samstarfs um að bæta stjórnsýslu og skipulagsmál í Kópavogi, og standa vörð um það sem vel hefur verið gert á undanförnum árum.

Við þökkum ykkur stuðninginn undanfarnar vikur og mánuði. Fljótlega verður boðað til félagsfundar þar sem félagsmenn fá tækifæri til að eiga samræður við okkar fólk sem mun standa vaktina í bæjarstjórn næstu fjögur ár.

Kolbeinn Reginsson sem kjörinn var bæjarfulltrúi gengur nú úr stjórnin félagsins skv. þeim reglum sem samþykktar voru á félagsfundi í mars sl.l , um tengsl félagsins við framboðið.
  Við þökkum honum frábær störf fyrir og óskum honum velfarnaðar á vettvangi bæjarstjórnar Kópavogs um leið og við væntum áframhaldandi góðs samstarfs við hann um okkar brýnu málefni.

Með góðri kveðju.

Stjórn félagsinsVinir Kópavogs, 
Ólafur Björnsson, Fríða Garðarsdóttir, Jóhann Sveinbjörnsson og Tryggvi Felixson.

 

 

ef kópavogur væri pizza

Skipulagsmál á mannamáli 

Hlúa að blómlegu og sterku samfélagi og byggðamynstri sem styður við heilbrigðan lífsstíl og lýðheilsu

Standa vörð um náttúruperlur og útivistarsvæði og tryggja sjálfbæra nýtingu þeirra

Skipuleggja samgöngur, almannarými og þjónustu í hverfum og miðbæ áður en
íbúðasvæði eru deiliskipulögð

Skipuleggja fjölbreytt framboð á húsnæði sem mætir þörfum ólíkra aldurs- og samfélagshópa og stuðla að vönduðum vinnubrögðum

Leggja af mörkum í glímu við loftslagsbreytingar og búa bæinn undir
óhjákvæmilegar áskoranir af þeirra völdum


Efla samvinnu um skipulag innan Kópavogsbæjar og við  nágrannasveitarfélög
m.a. um samgöngur. 

áheyrslur vina kópavogs við framkvæmd skipulags

Skipulag á að ýta undir staðarstolt og nýta staðarkosti í miðbæ og hverfum til að auðga mannlíf Kópavogsbúa og laða að gesti

Fjölgun íbúa er sem slík ekki markmið heldur vellíðan þeirra og góð þjónusta við þá.

Núverandi stærð Kópavogs er stjórnunarlega hentug og rekstrarlega hagkvæm

Góð nýting lands felur í sér að skipuleggja vandaða, mannvæna byggð þar sem gætt er að birtu, skjóli, hljóðvist og nálægð við nauðsynlega þjónustu

Kópavogsbær á sjálfur að annast deiliskipulag, sem hann ber ábyrgð á gagnvart íbúum Á þéttingarreitum verður að gæta náins samráðs við íbúa í grenndinni og gæta þess að ný byggð falli vel að þeirri sem fyrir er

Lóðir og byggingarreiti á að bjóða út á grundvelli fyrirliggjandi deiliskipulags. Þannig fær samkeppni á markaði notið sín og byggingaraðilar njóta jafnræðis í samskiptum við bæinn

Hagkvæmni í rekstri felur í sér dreifða aldursskiptingu íbúa og fjölbreytni, m.a. til að tryggja útsvarsgreiðslur.
Á félagsfundi Vina Kópavogs 17. mars sl. var ákveðið að fela stjórn félagsins að undirbúa framboð til bæjarstjórnarkosninga í Kópavogi 14. maí nk.

 

1. Helga Jónsdóttir

f.v. borgarrritari og bæjarstjóri

Hefur gegnt fjölmörgum störfum á sínum ferli. m.a verið borgarritari og staðgengill borgarstjóra, verið bæjarstjóri, ráðuneytisstjóri, ríkissáttasemjari og ritari ríkisstjórnar.

Erlendis hefur hún m.a. starfað fyrir ESA og í Stjórn Alþjóðabankans í Washington.

Auk þess setið fjölda ráða og stjórna s.s. Landsvirkjun, Aflvaka og Orkuveitunnar, svo einhver séu nefnd.

Helga gekk til liðs við Vini Kópavogs ,af því að þeir eru félagsskapur fólks sem finnst vænt um bæinn sinn og vill horfa til framtíðar og standa vörð um hagsmuni Kópavogsbæjar og Kopavogsbúa”.

2. Kolbeinn Reginsson

LífFræðingur og hugbúnaðasmiður

Starfaði sem líffræðingur á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og síðar á sýkladeild Landspítalans.

Vann m.a. hjá svefnrannsóknarfyrirtækinu Flögu og vann að uppbyggingu þess félags í mjög öflugum hópi samstarfsmanna.

Hefur m.a. starfað sem hugbúnaðarráðgjafi hjá Hug/AX og fleirum hérlendis og erlendis en stofnaði síðar eigið hugbúnaðarhús, Fislausnir, og rekur það nú í Hamraborginni.

Stofnaði vini Hamraborgar í samvinnu við íbúa og hagsmunaaðila í Hamraborginni til að koma í veg fyrir óraunhæfa íbúaþéttingu á Fannborgarreit.

Baráttuhópurinn stækkaði eftir því sem fleiri skipulagsmál í Kópavogi reyndust vera í miklum ólestri og Vinir Kópavogs voru stofnaðir sem leitt hefur til þessa framboðs

3. Thelma Bergmann Árnadóttir

Fjármálastjóri

Er viðskipta- og makaðsfræðingur og starfar hjá Vídd ehf, fyrirtæki sem fjölskylda hennar á og rekur.

Thelma tilheyrir stórum hópi ungra Kópavogsbúa sem vill hafa áhrif á sitt umhverfi og telur að íbúar eigi að hafa meiri áhrif á hvernig hverfi eru skipulögð, og vill að tryggt sé að velferð íbúanna sé í öndvegi.

4. þórarinn ævarson

Framkvæmdastjóri og bakarameistari

Er löngu landskunnur sem rekstarstjóri Dominos á Íslandi og í Danmörku, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi og nú framkvæmdastjóri og eigandi Spaðans.

Þórarinn hefur verið í forsvari fyrir baráttu íbúa á Kársnesi við að hafa hemil á og stöðva stórkarlaleg áform bæjaryfirvalda í skipulagsmálum, og telur nú fulla þörf á að spyrna hressilega við framkomnum áformum.

Þórarinn var einn af stofnendum Betri Byggðar á Kársnesi, sem tókst með harðfylgi að koma í veg fyrir að gerð yrði stórskipahöfn á nesinu.

Er löngu landskunnur sem rekstarstjóri Dominos á Íslandi og í Danmörku, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi og nú framkvæmdastjóri og eigandi Spaðans.

Þórarinn hefur verið í forsvari fyrir baráttu íbúa á Kársnesi við að hafa hemil á og stöðva stórkarlaleg áform bæjaryfirvalda í skipulagsmálum, og telur nú fulla þörf á að spyrna hressilega við framkomnum áformum.

Þórarinn var einn af stofnendum Betri Byggðar á Kársnesi, sem tókst með harðfylgi að koma í veg fyrir að gerð yrði stórskipahöfn á nesinu..

5. Helga Þórólfsdóttir

Sáttamiðlari og stjórnendaráðgjafi

Helga er sjálfstætt starfandi sáttamiðlari og hefur fjölbreytta reynslu af störfum fyrir Alþjóða Rauða krossinn í Írak, Íran og Evrópu og á vettfangi átaka og náttúruhamfara í fjölda annarra landa.

Helga hefur ennfremur starfað á félagsmálastofnun Kópavogs og við barnavernd hjá Reykjavíkurborg.

Helga hefur mikinn áhuga á íbúalýðræði, umhverfis og skipulagsmálum og telur að Kópavogur hafi farið illa með fjölmörg tækifæri til að virkja íbúa og búa til betri bæ.

6. óskar hákonarson

nemi

Óskar er kornungur félagsmálagarpur og ennfremur Norðurlandameistari í skák auk þess að hafa verið liðsstjóri skáksveitar Hörðuvallaskóla og vera efnilegur fótboltamaður og góður námsmaður.

Óskar stundar nú nám í verslunarskóla Ísland og mun ljúka stúdentsprófi í vor.

7. Jane victoria Appleton

content marketing manager

Jane er fædd í Ástralíu og ólst þar upp en hefur verið búsett á Íslandi í 18 ár. Hún starfar nú sem Content Marketing Manager hjá Controlant og hefur auk þess m.a. starfað hjá Marel og Ástralska varnarmálaráðuneytinu sem verkefnastjóri.

Jane er áhugasöm um sjálfbærni og telur markmið Vina Kópavogs ríma vel við sína lífssýn og langar að leggja eitthvað af mörkum til að byggja upp sjálfbært og heilbrigt umhverfi, jafnt fyrir fólk, dýr, náttúru og menningu.

Hún telur íbúalýðræði við ákvörðunartöku gott verkfæri til þess að markmiðin náist.

8. hreiðar oddson

grunnskólakennari

Hreiðar er grunnskólakennari við Álfhólsskóla hefur tekið þátt í nefndarstörfum á vegum bæjarins sl. 3 kjörtímabil.

Hann hefur starfað lengi og mikið innan skátahreyfingarinnar og situr nú stjórn Skátafélagsins Kópa.

Hreiðar er ennfremur virkur í félags- og kjaramálum sinnar stéttar og situr í stjórn Félags grunnskólakennara.

Hann brennur fyrir málefni Kópavogs og finnst Vinir Kópavogs vera rétti vettvangurinn til að berjast fyrir málefnum og nýta áhuga sinn og reynslu.

9. Vilborg Haldórsdóttir

leikona og leiðsögumaður

Er menntaður leiðsögumaður frá Leiðsöguskóla Íslands og hefur starfað sem leiðsögumaður hérlendis um árabil og ennfremur í gönguferðum á Ítalíu, Balí, Marokkó, Spáni og Þýskalandi.

Vilborg hefur starfað um árabil í Stjórn Íbúasamataka Miðbæjar Reykjavíkur en er nú flutt aftur í heimahagana.

Vilborg gaf nýleg út hugleiðingar sínar sem hún samdi og flutti í þættinum ,,Heima með Helga” í sjónvarpinu.Vilborg hefur starfað um árabil í Stjórn Íbúasamataka Miðbæjar Reykjavíkur en er nú flutt aftur í heimahagana.

Vilborg gaf nýleg út hugleiðingar sínar sem hún samdi og flutti í þættinum ,,Heima með Helga” í sjónvarpinu.

10. ólafur Björnsson

hugbúnaðasérfræðingur

Hefur starfað við margt, m.a. verið rekstrarstjóri Breiðabliks í Smáranum um árabil en hef unnið við hugbúnað síðastliðna tvo áratugi og starfar nú á upplýsingatæknisviði Marel.

Hefur leikið fótbolta & handbolta með Breiðabliki og á m.a. nokkra landsleiki fyrir Ísland.

Hefur líka setið í Stjórn Knattspyrnudeildar Breiðabliks og var formaður meistaraflokksráðs karla frá 1989-91 og svo aftur 2001 – 2012.

Var kjörinn formaður Vina Kópavogs fyrsta fundi stjórnar í nóvember s.l.

11. Helga g. halldórsdóttir

Fv. sviðsstjóri innanlandsstarfs Rauða krossins á Íslandi

Er félagsfræðingur að mennt með uppeldis og kennslufræði, einnig menntaður leiðsögumaður frá HÍ.

Starfaði hjá Rauða krossinum í tæp 19. ár, var i sveitarstjórn Hrunmannahrepps i 12 ár og sat i ýmsum nefndum á vegum hreppsins m.a. i hótelstjórn, stjórn íþróttahúss, atvinnu- og ferðamálanefnd.

Hefur unnið á öllum skólastigum. Sat í stjórn fyrirtækisins Limtré – Yleining árin 1990 – 1999 fyrir hönd Byggðarstofnunar þar af sem stjórnarformaður i 5 ár.  Rak garðyrkjustöð á Flúðum árin 1976 – 1999.

Af félagsmálum er helst að nefna að Helga var i stjórn Hins íslenska kennarafélags um tíma, formaður skólanefndar Menntaskólans á Laugarvatni og i stjórn Ís-forsa, samtökum um rannsóknir í félagsráðgjöf.

Er meðlimur i alþjóðlegum samtökum kvenna í fræðslustörfum þ.e.Delta Kappa Gamma og Rótarý hreyfingunni.

Helga er alin upp í Kópavogi og þykir vænt um bæinn og er alls ekki sama hvernig hann litur út eða þróast.

Hún gerðist vinur Kópavogs af þvi að henni blöskraði hvernig unnið var að skipulagsmálum bæjarins og vonast til að geta komið einhverju góðu til leiðar með þátttöku.

12. Hákon sverrisson

þjálfari og grunnskólakennari

Hefur starfað sem þjálfari hjá Knattspyrnudeild Breiðabliks frá 1996 og sem yfirþjálfari frá 2016.

Áður leikmaður félagsins í knattspyrnu og fyrirliði um árabil.


Auk þess grunnskólakennari við Snælands- og Vatnsendaskóla frá 1998 – 2016.


Hákon segir að Vinir Kópavogs séu áhugaverð ópólitísk samtök sem vinni að góðum málum.

13. Helga guðrún gunnarsdóttir

Íþrótta og heilsufræðingur

Helga starfaði um árabil við Morgunblaðið. m.a. sem aðstoðarmaður ritsjtóra mennigardeildar.

Helga hefur frá árinu 2014 séð um sundleikfimi og vatnsþrek í Sundlaug Kópavogs og hlaut hvatningarverðlaun Kópavogsbæjar 2021 fyrir starf sitt auk þess að vera útnefnd Eldhugi Kópavogs af Rótaryklúbbi Kópavogs fyrir störf sín í þagu bæjarins.

Helga er líka margmiðlunarfræðingur frá Tækniskólanum Helga telur blikur á lofti í skipulagsmálum og list illa á það samráðsleysi sem einkennir vinnubrögðin.

Þess vegna leggur hún Vinum Kópavogs sitt lið.

14. einar hauksson

húsasmiðameistari

Hefur unnið sem slíkur í áratugi og rekið eigið fyrirtæki.

Hann hefur byggt fjölda húsa víðs vegar um bæinn og hefur líka verið virkur í ýmsu félagsmálastarfi m.a. Hjálparsveit Skáta og Garpasundi sunddeildar Breiðabliks.

15. Erna ósk ingvarsdóttir

sölu og markaðsstjóri

Erna er kornungur Kópavogsbúi sem fyrir 18 mánuum flutti með fjöskyldu sinni í nýbyggingu á Kársnesi og segir sínar farir ekki sléttar.

Ég á tvö börn og þriðja á leiðinni, þegar ég er ólétt af mínu fyrsta barni horfði ég þá fram á að strákurinn minn komist ekki inn á leikskóla fyrr en 2 ára og eflaust ekki í hverfinu hjá mér og sama var fyrir næsta barn.

Kemst ég svo af því að það sé ólíklegt að þeir komist inn á sama leikskólan og ekkert endilega í sama hverfinu. Þetta heyri ég allt frá öðrum mæðrum í hverfinu sem eru sjálfar í vandræðum með þetta.

Þegar ég flyt svo á bryggjusvæðið í Kársnesinu fyrir 18 mánuðum og fer þá að taka eftir því að hér vantar alla leikvelli, græn svæði og alla þjónustu.

16. Jón gestur sveinbjörnsson

Húsvörður og stjórnarmaður húsfélagsins Fannborg 1 – 9

Jón Gestur er lærður vélstjóri og stundaði sjóinn sem skipstjóri á smábátum frá 1972 – 2010, einkum á sumrin og á veturna var hann iðulega vélstjóri á stærri skipum af ýmsum toga á sama árabili.

Jón Gestur hefur verið öflugur talsmaður íbúa í og við Fannborg og sérstaklega hefur hann gefið gaum að rétti fatlaðra íbúa.

Jón er grjótharður baráttujaxl sem hefur gaman af að renna fyrir silung.

17. Hólmfríður hilmarsdóttir

heilsunuddari

Hólmfríður hefur starfað við ýmislegt s.s. bókhald, á leikskóla,verið Jógakennari og er nú sjálfstætt starfandi heilsunuddari.

Hún hefur mikinn áhuga á málefnum ungs fólks og að þau fái tækifæri til að njóta sín.

Hún segir að margt af því sem Vinir Kópavogs setji á oddinn séu hennar hjartans mál, t.d. efla íbúalýðræði og standa vörð um æskuna.

Hún telur VK vera hreyfingu sem á raunverulegt erindi við bæjarbúa

18. jóhann már sigurbjörnsson

tölvufræðingur mba

Jóhann starfar sem kerfisstjóri hjá Ráðgjafarmiðstöð Landbúnaðarins og hefur unnið við sambærileg störf á fleiri stöðum auk þess að vera á varðskipum um árabil.

Jóhann hefur verið óþreytandi og í fararbroddi í baráttu sinni við Kópavogsbæ vegna skipulagsmála á Traðarreit eystri og m.a. skilað ítarlegum og vel unnum athugasemdum til yfirvalda varðandi umferðaröryggi.

Jóhann er stjórnarmaður í Vinum Kópavogs.

19. ísabella leifsdóttir

óperusöngkona

Hefur starfað við söng sem og framleiðslu og markaðssetningu menningarverkefna. Hún brennur fyrir málefnum bæjarins og vill efla gott samfélag.

,,Vinir Kópavogs standa fyrir það sem ég trúi á, íbúalýðræði, að hlúa að íbúum á öllum aldri og samskipti við bæjarbúa sem einkennast af virðingu.”

Ísabella hefur setið í stjórnum ýmissa menningarfélaga, má þar nefna fyrstu stjórn Kítón (Konur í tónlist), Alþýðuóperuna, Litka myndlistarfélag og hefur sinnt mörgum samfélagsverkefnum.

20. gunnar k. gylfason

framkvæmdastjóri

Gunnar er viðskipta- og hagfræði menntaður og hefur um langt árabil starfað við eigin rekstur. 

Gunnar er mikill áhugamaður um skipulagsmál í sínum heimabæ og hefur lengi talað fyrir breyttum vinnubrögðum Kópavogsbæjar

21. Þórólfur Matthíasson

prófessor í hagfræði við háskóla íslands

Þórólfur hefur verið virkur í samfélagsumræðu um árabil og skrifað fjölda greina um samfélagsmál.

Þórólfur fór með mál fyrir úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál og gerði Kópavogsbæ afturreka með deiliskipulag í Dalbrekku.

Hann vill styðja Vini Kópavogs í baráttu fyrir vandaðri vinnubrögðum og bættu skipulagi.

22. Margrét pála ólafsdóttir

frumkvöðull

Margrét Pála er höfundur Hjallastefnunnar og flestum að góðu kunn fyrir brautryðjendastarf sitt á sviði uppeldis- og skólamála.

Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín og meðal annars verðlaun Jafnréttisverðlaun Jafnréttisráðs.


Margrét Pála stofnaði fyrirtæki sitt Hjallastefnuna ehf. árið 2000 og rekur nú 16 leikskóla og 3 barnaskóla undir merkjum stefnunnar.

Á félagsfundi Vina Kópavogs 17. mars sl. var ákveðið að fela stjórn félagsins að undirbúa framboð til bæjarstjórnarkosninga í Kópavogi 14. maí nk.

Vinir Kópavogs bjóða fram til bæjastjórnar í vor

 

Með framboði vill félagið veita Kópavogsbúum valkost sem hefur það meginmarkmið að efla þátttökulýðræði við ákvörðunartöku. Sérstaklega þarf að bæta aðkomu íbúa að skipulagsákvörðunum sem geta haft mikil áhrif á yfirbragð bæjarins sem og lífsgæði og lýðheilsu til langs tíma.

Undanfarin misseri hefur félagið beitt sér fyrir gagnrýnni umræðu um skipulagsmálin í Kópavogi sem hafa verið hertekin af fyrirtækjum sem fyrst og fremst hafa hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi. Bæjaryfirvöld hafa ekki hlustað og ekki tekið mark á vel rökstuddum athugasemdum íbúa.

Minnihlutinn í bæjarstjórn hefur ekki staðið sig sem skyldi, ekki veitt meirihlutanum nauðsynlegt aðhald, og oft fylgt ákvörðunum meirihlutans að því virðist í blindni. Bein samskipti bæjarfulltrúa við bæjarbúa hafa líka verið í lágmarki. Bæjarfélagið hefur gleymt íbúum.

Vinir Kópavogs telja nauðsynlegt að spyrna við fótum og innleiða ný vinnubrögð í Kópavogi. Tryggja verður aðkomu íbúa að skipulagsmálum strax á frumstigi þegar markmið eru skilgreind en ekki eftir að hagsmunaaðilar hafa markað stefnuna.

Þá leggur félagið mikla áherslu á að gerð skipulags á öllum stærri skipulagssvæðum verði alfarið í höndum og undir stjórn bæjaryfirvalda, en ekki einkafyrirtækja.

Í skoðanakönnun sem Vinir Kópavogs stóð fyrir kemur fram að mikill meirihluti bæjarbúa vill hugmyndasamkeppnir um stærri skipulagsmál, til að draga fram valkosti sem síðan væri þá hægt að hafa íbúakosningu um.

Frekari upplýsingar veitir formaður félagsins Ólafur Björnsson í síma 825 8455.

Vinir Kópavogs halda félagsfund n.k. fimmtudag 17. febrúar kl. 18:30.

Kæru félagar !

Stjórn Vina Kópavogs boðar til félagsfundar í samkomusal Íþróttahússins í Smáranum n.k fimmtudag kl. 18:30.

Á dagskrá verður m.a.:

• Farið yfir stöðu skipulagsmála, m.a. á Fannborgar- og Traðarreit, ásamt Kársnesi og Arnarnesvegi.

• Á fundinum verða niðurstöður, úr Gallup könnun sem félagið lét gera á dögunum, kynntar.

• Telur þú að félagið, Vinir Kópavogs, eigi að bjóða fram til bæjarstjórnarkosningar í vor?

Við hvetjum félaga til að fjölmenna minnum á að hámarksfjöldi þátttakenda er nú 200 skv. reglugerð.

Nánari dagskrá auglýst þegar nær dregur.
Baráttukveðja!

Stjórn Vina Kópavogs

Skv. Gallup vilja rúmlega 70 % Kópavogsbúar hönnunarsamkeppni um skipulag miðbæjarins.

Frétt frá Vinum Kópavogs

Gallup á Íslandi gerði könnun meðal Kópavogsbúa dagana 17. desember 2021 – 26.janúar 2022. Það voru íbúasamtökin „Vinir Kópavogs“ sem létu framkvæma hana og kostuðu að öllu leyti. 

Niðurstöðurnar voru sláandi og þvert á það sem bæjarstjórn og bæjarstjóri hafa ítrekað látið í veðri vaka. Þannig lýstu 71.3 % Kópavogsbúa sig hlynnta því að fram færi hönnunarsamkeppni vegna skipulags í miðbæ Kópavogs. 23.3.% tóku ekki afstöðu og 5.4 % bæjarbúa vildu ekki samkeppni, en það var einmitt sú leið sem bæjarstjórn ákvað að fara.

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti deiliskipulagið með 6 atkvæðum gegn 5 þann 20. desember 2021.
Samkvæmt könnun Gallup eru 5,4% bæjarbúa hlynnt þeirri leið sem bæjarstjórn samþykkti að fara. 

Hér er um að ræða skipulag á einhverju mikilvægasta og dýrmætasta svæði höfuðbogarsvæðisins.  

Ljóst er af könnuninni að Kópavogsbúar vilja sjá aðra valkosti en þá sem Skipulagsstofnun kallar “ fordæmalausa þéttingu byggðar á Íslandi“. Kópavogsbúar vilja lifandi og heillandi miðbæ sem gegnir lykilhlutverki í bæjarfélaginu á sviði samgangna, þjónustu, verslunar, atvinnulífs og mannlífs í bænum.  

Valdníðsla er orð sem hér á vel við og sem dæmi má nefna að  framkvæmdir sem nú á að ráðast í munu óhjákvæmilega hafa í för með sér skerðingu á lögbundnum rétti fatlaðra íbúa í miðbæ Kópavogs til aðgengis að heimilum sínum. 

 

 

Kópavogsbúar spyrja sig nú: ,,Hvað gengur bæjaryfirvöldum til?“
,,Hvaða hagsmunir liggja hér að baki?” 


Vinir Kópavogs leggja áherslu á að í Kópavogi verði skipulag byggðar unnið í samráði og samtali við bæjarbúa, og að horfið verði frá þeim ljóta vana að hlusta fyrst og fremst á sjónarmið aðila sem hafa (ofsa)gróðasjónarmið í fyrirrúmi. Skipulag á að mynda umgjörð um mannlíf, ekki bara núverandi kynslóða, heldur framtíðarkynslóða Kópavogsbúa.


Vinir Kópavogs eru sannarlega ekki mótfallnir framkvæmdum í miðbæ Kópavogs, það er löngu kominn tími á að hann fái þá reisn sem hann á skilið. Vinir Kópavogs krefjast hinsvegar þess að vandað verði til verka við slíkar framkvæmdir.


Bæjarstjórn samþykkti samhljóða í febrúar 2018 að yfirstefna bæjarfélagsins væri: „Hlutverk Kópavogsbæjar er að tryggja lífsgæði íbúanna með góðri og fjölbreyttri þjónustu.


Grunnreglur bæjarins eru skýrar og miða að þvi að allir hafi tækifæri til áhrifa. Kópavogur leggur áherslu á gott mannlíf, skilvirkan og ábyrgan rekstur ásamt öflugu atvinnulífi“. 


 

Svo mörg voru þau orð.


 

Fyrsta stjórn vina kópavogs skipuð

 

Stjórnarfundur 10. nóvember 2021.  Stjórnin kom sér saman um eftirfarandi verkaskiptingu:

 

 

Ólafur Björnsson

formaður

 

fríða garðarsdóttir

varaformaður og gjaldkeri

 

Kolbeinn REginsson

samskiptastjóri

Jóhann már sigurbjörnsson

spjaldskráritari

tryggvi felixsson

skjalvarsla

hákon gunnarsson

skoðunamaður reikninga

stofnfundur-28.10.21-safnaðarheimili kópavogskirkju

Vinir Kópavogs – Dagskrá stofnfundar 
28. október 2021

Safnaðarheimili Kópavogskirkju

17:00 

Aðdragandi þess að við erum hér. Hvert er markmið með stofnun VK?

Tillaga að stofnskrá VK lögð fram og dreift á fundinum. Tryggvi Felixson

Tryggvi Felixson

 

17:15

Dæmisaga frá Selfossi: Hvernig á að skipuleggja lífsgæði í miðbæ

Guðjón arngrímsson

 

 

17:30

Dæmisaga frá Selfossi: Hvernig á að skipuleggja lífsgæði í miðbæ

Miðbærinn – Fannborgarreitur og Traðarreitur vestur – Hákon Gunnarsson
Auðbrekka – Þórólfur Matthíasson
Traðarreitur eystri – Jóhann Már Sigurbjörnsson
Vatnsendahvarf – Helga Kristín Gunnarsdóttir
Sunnubraut – Berglind Aðalsteinsdóttir

18:00

„Að fortíð skal hyggja er framtíð skal byggja”

frímann ingi helgason

 

18:10

Vinir Kópavogs Stofnskrá VK lögð fram til umræðu og samþykktar

Stjórnakjör

18:30

Fundarslit

Margrét Tryggvadóttir

Fundarstjóri

 

Stöndum saman …

og komum í veg fyrir skuggaleg skipulagsslys!

Á fjögurra ára fresti kjósum við Kópavogsbúar 11 einstaklinga til skipa bæjarstjórn. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum ber bæjarstjórn í hvívetna að gæta að almennum hagsmunum íbúa sveitarfélagsins sem og öðrum almannahagsmunum (24. gr. sveitarstjórnarlaga). Í reglugerð um skipulagsmál skal bæjarstjórn eiga virka samvinnu við íbúa og aðra hagsmunaaðila (gr. 5.2.1 í skipulagsreglugerð).

Því miður eru fjölmörg nýleg dæmi þess að bæjaryfirvöld í Kópavogi virða framgreind ákvæði að vettugi. Samráð er til málamynda. Eðlilegs jafnræðis ekki gætt. Bæjaryfirvöld veita þeim sem hyggjast hagnast fjárhagslega á lóðarréttindum heimild til að vinna beint að gerð skipulags, en sjónarmið íbúa á svæðinu og Kópavogsbúa almennt fyrir borð borin. Afleiðingin birtist sem skelfileg skipulagsmistök og dapurt mannlíf.

Undanfarið hefur hópur Kópavogsbúa komið saman reglulega og reynt að koma í veg fyrir að í Kópavogi rísi byggð sem hefur óafturkræf neikvæð áhrif á mannlíf, bæði á miðbæjarsvæðinu sem annarsstaðar. Því miður hefur þetta starf ekki borið árangur. Rökstuddum ábendingum er ekki svarað efnislega og ábendingar um bætt vinnubrögð hunsaðar.

 

 

 

 

Ástandið er óviðunandi. Því þarf að breyta. Það þarf að veita bæjaryfirvöldum sem hunsa réttmætar athugasemdir bæjarbúa en halda hagsmunum einkafyrirtækja til haga, virkt, öflugt og sífellt aðhald.

Nú er þörf á að virkja samstöðu bæjarbúa, þá samstöðu sem sögulega var einkenni Kópavogs. Góður hópur Kópavogsbúa hefur því tekið höndum saman um að stofna félaga sem hefur það hlutverk að veita bæjaryfirvöldum aðhald. Nú þegar hafa tugir íbúa í bænum skráð sig sem stofnfélaga.

Þann 28. október nk., kl. 17:00 er boðað formlegs stofnfundar í safnaðarheimili Kópavogskirkju.

Hér getur þú skráð þig sem stofnfélaga.Hér finnur þú tillögu að stofnsamþykkt fyrir félagið Vinir Kópavogs.

Látum ekki fyrirtæki sem hafa skammtíma hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi ráðskast með skipulagsmál í Kópavogi. Tökum höndum saman og byggjum bæ þar sem mannlífið er í öndvegi. Vertu með í félaginu VINIR KÓPAVOGS og takt þátt í að veita bæjaryfirvöldum nauðsynlegt aðhald og hindra fleiri skipulagsslys.