Tillaga, 15.7.2021
Stofnskrá Vina Kópavogs
1.gr. Félagið heitir Vinir Kópavogs/Framfarafélag Kópavogs og varnarþing þess er í Reykjavík.
2. gr. Félagið er opið öllum sem styðja markmið þess.
3. gr.
Markmið félagsins er að:
§ Veita Kópavogsbúum vettvang til að ræða málefni Kópavogsbæjar.
§ Veita bæjaryfirvöldum aðstoð og aðhald í stefnumarkandi málum fyrir Kópavogsbæ sem miðað því að styðja þróun mannvæns samfélags og umhverfis.
§ Virkja bæjarbúa og félagasamtök í Kópavogi til þátttöku í stefnumarkandi málum bæjarfélagsins á grundvelli 102 gr. stjórnsýslulaga.
4. gr.
a) Aðalfund félagsins fyrir 1. ágúst ár hvert. Til aðalfundar skal boða með tölvupósti. Allir skráðir félagar samtakanna hafa kosningarétt og kjörgengi á aðalfundi.
b) Dagskrá aðalfundar skal vera:
-Setning aðalfundar.
– Kjör fundarstjóra og annarra embættismanna fundarins.
– Skýrsla stjórnar og umræður um hana.
– Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu.
– Ákveðið árgjald.
– Lagabreytingar.
– Kjör eins skoðunarmanns reikninga.
– Kjör stjórnar.
– Önnur mál.
c) Lagabreytingatillögur og framboð til stjórnar skulu berast stjórn skriflega eigi síðar en mánuði fyrir aðalfund og skuli þær liggja frammi á fundinum. Til að lagabreytingar nái fram að ganga þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða.
d) Reikningsár samtakanna er 1. janúar til 31. Desember.
5. gr. Stjórn samtakanna skal kjörin ár hvert á aðalfundi og hún skal skipuð 5 mönnum. Stjórn skiptir með sér verkum. Stjórnin hefur heimild til að afla fjár til starfsemi félagsins með frjálsum framlögum. Stjórnin getur skipað vinnuhópa til að sinna tilteknum verkefnum.
6. gr. Æðsta vald félagsins er í höndum lögmæts aðalfundar. Stjórn annast málefni samtakanna milli aðalfunda og gerir grein fyrir málum á félagsfundum.
7. gr. Stjórn samtakanna boðar til félagsfunda þegar þurfa þykir, eða ef 1/3 hluti félagsmanna óskar þess.
8. gr. Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið í samræmi við markmið félagsins.
9. gr. Ákvörðun um slit félagsins verður tekin á aðalfundi með auknum meirihluta (2/3) og renna þá eignir þess til Sunnuhlíðasamtakanna eða félagasamtaka sem vinna að almannaheill í Kópavogi sem tilgreind skulu við slit félagsins og samþykkt af síðasta aðalfundi þess. Stofnskrá (lög) þessi voru samþykkt á stofnfundi félagsins þann 14. október 2021.
Stonfskrá/lög þessi var samþykkt á stofnfundi félagsins í safnaðarheimilli Kópavogskirkju þann 28. október 2021 og stjórn félagsins sem kjörin var á sama fundi staðfestir þetta með undirskrift hér að neðan.
Vísa má til 102. gr. Stjórnsýslulaga um rétt íbúa til áhrifa á stjórn sveitarfélags. Sveitarstjórn skal leitast við að tryggja íbúum sveitarfélagsins og þeim sem njóta þjónustu þess möguleika til að taka þátt í og hafa áhrif á stjórn sveitarfélagsins og undirbúning stefnumótunar.
Áhrif íbúa má m.a. tryggja með:
1. virkri upplýsingagjöf til íbúa,
2. samráði við íbúa, svo sem á borgarafundum eða íbúaþingum og í íbúakosningum,
3. skipun íbúa- og notendaráða,
4. því að skipuleggja starfsemi sveitarfélagsins eftir staðbundnum forsendum,
5. samstarfi eða annarri aðstoð við íbúa sem vilja vinna að málefnum sveitarfélagsins.