Óbreytt fúsk í Kópavogi

 Árið 2007 háðu íbú­ar Kárs­ness snarpa og harða bar­áttu við bæj­ar­yf­ir­völd vegna fyr­ir­hugaðs skipu­lags á nes­inu. Málið sner­ist um að til stóð að sett yrði upp stór­skipa­höfn yst á Kárs­nesi og áhersla lögð á hafn­sækna starf­semi. Meiri­hluta íbúa stóð stugg­ur af þess­um áætl­un­um, enda hug­mynd­in al­ger­lega gal­in. Fyr­ir utan þá staðreynd að það þarf að gæta flóðs og fjöru til að geta siglt inn Skerja­fjörð og staðar­val því vafa­samt, þá lá ljóst fyr­ir frá upp­hafi að all­ur flutn­ing­ur á upp­skipuðum varn­ingi átti að fara gegn­um gró­in íbúðahverfi með til­heyr­andi meng­un, slysa­hættu og auðvitað aukn­ingu á um­ferð, sem varla var á bæt­andi. Úr varð að það voru stofnuð öfl­ug íbúa­sam­tök gagn­gert til að stöðva þessa vit­leysu. Þau lögðust í um­fangs­mikla grein­ingu á öllu sem sneri að skipu­lags­mál­um á svæðinu. Stóri sann­leik­ur­inn í þeim mál­um var þá og er að Kárs­nes er, eins og nafnið gef­ur til kynna, nes eða tota og það eru ein­ung­is þrjár leiðir út úr hverf­inu, þar af tvær sem liggja í ná­grenni grunn­skóla svæðis­ins. Það þýðir með öðrum orðum að allri um­ferð hefði leynt og ljóst verið beint á Kárs­nes­braut. Flutn­ings­geta gatna­kerf­is­ins var þá þegar nán­ast full­nýtt og öll viðbót á um­ferð til þess fall­in að skerða lífs­gæði þeirra íbúa sem fyr­ir voru. Svifryk sam­kvæmt mæl­ing­um komið yfir mörk og hávaði vegna um­ferðar langt yfir leyfi­leg mörk. Bar­átta sam­tak­anna gekk fyrst og fremst út á að fá yf­ir­völd til að falla frá hug­mynd­um um stór­skipa­höfn, en eins var lögð á það áhersla að sú byggð sem skipu­lögð yrði á upp­fyll­ing­um og þró­un­ar­svæðum yrði í takt við þá byggð sem fyr­ir var; lág­reist hús, rúmt um íbúa og þeim bæj­ar­brag sem fyr­ir var viðhaldið. Bar­áttu árs­ins 2007 lauk á viss­an hátt með sigri íbúa, en þó ekki. Sam­tök­in náðu því fram að það var fallið frá stór­skipa­höfn, en í staðinn fyr­ir hana var farið af stað með mun meiri íbúðabyggð en nokk­urn hefði getað órað fyr­ir. Nú er það ekki svo að þessi hóp­ur hafi verið á móti íbúðabyggð og íbúa­fjölg­un. Öll þannig áform verða hins veg­ar að hald­ast í hend­ur við getu gatna­kerf­is til að anna um­ferð, innviðir séu í takt við fjölda íbúa og sam­setn­ingu þeirra og síðast en ekki síst verður að skilja eft­ir græn svæði svo íbú­ar geti notið úti­veru. Það yrði því að horfa á svæðið heild­rænt og gæta þess að lífs­gæði þeirra sem fyr­ir voru yrðu ekki skert að óþörfu. Það verður því miður að segj­ast eins og er að upp­bygg­ing­in á Kárs­nesi er langt frá því að vera ásætt­an­leg. Hver þró­un­ar­reit­ur­inn og upp­fyll­ing­in á fæt­ur öðru er að byggj­ast upp, oft­ar en ekki með glæsi­leg­um hús­um þar sem ekk­ert er til sparað, en það er því miður alltaf byggt út að enda­mörk­um bygg­ing­ar­reits, allt of þétt og of hátt og það er hvergi gert ráð fyr­ir neins kon­ar mann­lífi eða græn­um svæðum. Þreföld­un á íbú­um og um­ferð Það sem var áður 4.000 manna rót­gróið hverfi stefn­ir því í að þre­fald­ast í íbúa­fjölda, en ekk­ert gert varðandi innviði eða um­ferðarmann­virki. Hæstu hús hverf­is­ins standa niðri við sjó, sem skerðir þar af leiðandi út­sýni allra sem fyr­ir voru, og um­ferðarteppa um allt hverfið kvölds og morgna, þegar bróðurpart­ur íbúa er á ferðinni á leið til skóla eða vinnu. Þessu til viðbót­ar eru nú uppi áætlan­ir um að borg­ar­lína liggi frá Hamra­borg, vest­ur Borg­ar­holts­braut, niður Bakka­braut og yfir Foss­vog. Burt­séð frá því hvaða skoðanir menn kunna að hafa á borg­ar­línu eru þess­ar til­lög­ur til þess falln­ar að auka enn á um­ferðartepp­ur, bæði til lengri og skemmri tíma, og í raun vand­séð hvernig koma á borg­ar­línu fyr­ir svo vel sé. Eðli­leg­ast er að borg­ar­lína taki mið af þeirri byggð sem fyr­ir er og aki í venju­legri um­ferð vest­ur Kárs­nesið. Fyr­ir þann sem þetta skrif­ar og var einn stofn­enda og for­svars­manna íbúa­sam­taka Kárs­ness árið 2007 er því „Ground­hog Day“ enn og aft­ur. En þegar að manni er sótt, þá er gripið til varna. Til höfuðs þess­ari öm­ur­legu þróun hef­ur nú verið stofnuð hreyf­ing­in Vin­ir Kópa­vogs, en hún beit­ir sér gegn þeim óskapnaði sem skipu­lags­yf­ir­völd í Kópa­vogi í sam­krulli við verk­taka eru að kalla yfir íbúa víðsveg­ar um bæ­inn. Þetta er hreyf­ing sem beit­ir sér fyr­ir betra mann­lífi um all­an Kópa­vog, þar sem hags­mun­ir íbúa eru sett­ir fremst. Vin­ir Kópa­vogs bjóða fram öfl­ug­an lista í sveita­stjórn­ar­kosn­ing­un­um í næsta mánuði og er grein­ar­höf­und­ur þar í fjórða sæti.

 

Þórarinn ævarsson

FRAMKVÆMDASTJÓRI OG BAKARAMEISTARI